Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Úr textasafni farandssöngvaskálds

hordursjalfur's picture

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hringferðirnar

( þeir buguðu og brotnu )

 

einn hef ég ferðast um landið víða og vakað þar og hér

vogað mér þangað sem engin maður fór á undan mér

það er neisti í tóminu drifkraftur langur þrotlaus þráður

sem þræðir allt stanslaust saman sem verður er og var áður 

ég hlustaði næmur á ljósið sem kviknaði sem kyndill í brjósti mínu

og knúði mig áfram miskunarlaust eins og fimleikamann á línu

tíðarandinn önugur vildi neyða í mig skelfilegan skammt

af skömm en ég hafnaði því og svaraði; en ég elska þig samt

 

ég upplifði bæði ofbeldi og þögn sem átti að ríkja og ráða

rökkvaða skóga haturs og ótta ég þræddi til þess að sjá´ða

sjálfur og skilja að ástandið nærðist á eitraðri fáfræði og eymd

örfárra rudda sem vissu hvar uppskrift þrælahalds var geymd

ég sá læðast með veggjum suma hommana þá börðu sem sluppu ekki burt

beygðir til hlýðni brotnir og tættir sviptir allri reisn og þurft

þarna speglaðist aðferð hrotta sem vakning reyndist mér verða

vissa mín styrktist og reynsla mín jókst um tilgang minna ferða 

 

og söngvar mínir fátækir spruttu sem ómur þögulla ópa

á akri lífs þar sem illgresið spratt og reyndi þeim burtu að sópa

árin liðu og ég skildi eftir spor sem tunglsins geislar töldu

tákn um sigur þrautseigju og iðni en augu öfundar földu

mér - augljós staðreynd en flókin gáta þeim sem syngja ekki saman

söngva um margbreytileikann til þess að hafa að lífinu gaman

samúð með öðrum fyllir menn styrk til að fara aðrar slóðir en flestir

fylgja sinni innri rödd því við erum hér öll aðeins skammtíma gestir

 

ht 1994