Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Leikhúsið

hordursjalfur's picture

2001
Leikstýrir “Fiskar á þurru landi” eftir Árna Ibsen, hjá Leikfélagi Laxdæla.

1999
Semur og sviðssetur leikritið “Árið er 999 ef þér skildi koma það við” fyrir leikfélag Hvammstanga. Gerir einnig leiktjöld og grímur og hannar lýsingu.
Sviðssetur  leikritið ” N.Ö.R.D.” hjá Leikklúbbi Laxdæla. Gerir leiktjöld og lýsingu.

1998
Sviðssetur leikritið “Óvitar” eftir Guðrúnu Helgadóttur, fyrir leikdeild UMF. Skallagríms í Borgarnesi. Leikmynd og lýsing.
Sviðssetur leikritið “Sólblómið”, fyrir Grunnskóla Borgarness, sem hann semur ásamt einum nemanda Sigursteini Sigurðssyni.
Semur og sviðssetur leikþátt fyrir Grunnskóla Grindavíkur.

1997
Sviðssetur leikritið “Skáld Rósa”, eftir Birgi Sigurðsson, fyrir leikfélag Hvammstanga og gerir einnig leikmynd og lýsingu.
Sviðssetur leikritið “Týnda Teskeiðin”, eftir Kjartan Ragnarsson fyrir leikklúbb Laxdæla. Gerir leikmynd og lýsingu.

1996
Sviðssetur “Skugga Sveinn” eftir Matthias Jochumsson í eigin leikgerð og gerir einnig leikmynd og lýsingu, fyrir leikfélag Hvammstanga.

1995
Sviðssetur “Hótel Brekkan” fyrir Menntaskólann við Sund.
Sviðssetur “Stundarfrið” eftir Guðmundur Steinsson í Búðardal.Gerir einnig leikmynd og lýsingu.

1994
Sviðssetur “Saumastofan” á Hvammstanga. Gerir leikmynd og lýsingu.
Sviðssetur “Glímuskjálfta” fyrir ungmannafélag Hrunamanna. Gerir leikmynd og lýsingu.

1993
Sviðssetur  “Hreppstjórinn á Hraunhamri” á Hvammstanga. Gerir leikmynd og lýsingu.
Sviðssetur  “Frænka Charleys” á Patreksfirði. Gerir leikmynd og lýsingu.
Sviðssetur  "Maður og kona" á Fáskrúðsfirði. Gerir leikmynd og lýsingu.

1992
Sviðssetur leikritið "Allt í plati" fyrir leikfélag Patreksfjarðar eftir Þröst Guðbjartsson og semur þar inn í tónlist og text. Gerir einning leiktjöld og lýsingu.  
Setur saman og leikstýrir revíu í samvinnu við leikhóp íslendinga í Luxemburg.  
Endursemur og sviðssetur leikritið " Orustan á Hálogalandi"  fyrir leikfélag Hólmavíkur, nefnir verkið  " Glímuskjálfti ". Gerir sviðsmynd og lýsingu.
Vinnur leiksviðsgerð í samvinnu við Jón S. Baldursson upp úr  "Innansveitarkroniku " eftir Halldórs Laxness og sviðssetur í Mosfellsbæ.

1991
Sviðssetur " Svartfugl " á Patreksfjarðar. Gerir sviðsmynd og lýsingu.
Sviðssetur  " Amma þó!" eftir Olgu Guðrúnu fyrir leikfélag Stykkishólms.
Sviðssetur leikritinu " Draugaglettur” á Fáskrúðsfjarðar. Gerir leiktjöld og lýsingu.

1990
Sviðssetur barnaleikritið " Draugaglettur " á Kirkjubæjarklaustri. Gerir leiktjöld og lýsingu.
Sviðssetur barnaleikritið " Draugaglettur " á Patreksfirði. Gerir leiktjöld og lýsingu.

1989
Sviðssetur " Ástin sigrar" á Skagaströnd. Gerir leiktjöld og lýsingu.
Sviðssetur " Svartfugl " eftir Gunnar Gunnarsson fyrir leikfélag Blönduóss. Gerir leiktjöld og lýsingu.

1988
Sviðssetur leikritið " Sveitapiltsins draumur " á Ísafirði. Gerir leikmynd og lýsingu. 
Semur og sviðssetur " Óvinurinn " í Reykjavík  gerir leikmynd og tónlist. Gerla hannar og gerir búninga. Lárus Björnsson annast lýsingu. Þröstur Guðbjartsson leikur eina hlutverkið. Hörður stendur einn að öllum kostnaði.

1987
Sviðssetur " Línu Langsokk " fyrir leikfélag Sauðárkróks. Gerir leikmynd og lýsingu. 

1985
Sviðssetur " Fjöldskylduna " eftir Claes Andersson fyrir leikfélag Siglufjarðar. Gerir leikmynd og lýsingu.
Sviðssetur " Saklausa Svallarann" fyrir leikfélag Suðureyrar. Gerir leikmynd og lýsingu.

1982
Semur og sviðssetur leikritið " Taktu hatt þinn og staf." í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og fer með sýninguna meðal íslendinga í skandinavíu.

1981
Semur og sviðssetur leikritið " Nálargöt " í Ólafsvík. Einnig leikmynd, tónlist. 

1979
Sviðssetur " Beðið í myrkri " í Hrísey. Gerir leikmynd og lýsingu.

1978
Sviðssetur " Jörund Hundadagakonung " í Stykkishólmi. Sviðssetur " Hlaupvídd sex " fyrir Menntaskólann á Akureyri. Hannar einnig leikmynd og lýsingu.

1977
Sviðssetur " Frænku Charleys" í Ólafsvík. Gerir leikmynd og lýsingu.

1976
Sviðssetur "Línu Langsokk" á Ísafirði. Gerir einnig leikmynd og lýsingu.

1975
Sviðssetur " Á útleið" á Borgarfirði eystri. Gerir leiktjöld og lýsingu.
Sviðssetur  " Deleríum Búbónis " á Siglufirði. Gerir leiktjöld og lýsingu.
Sviðssetur " Hart í Bak " í Ólafsvík. Gerir leikmynd og lýsingu.
Semur og sviðssetur barnaleikrit með söngvum " Barnagaman " fyrir leikfélag Ólafsvíkur. Gerir leikmynd og lýsingu.

1974
Sviðssetur leikritið  " Sandkassinn " á Norðfirði. Semur einnig alla tónlist við verkið. Messíana Tómasdóttir gerir leiktjöld og búninga. Þýðir leikrit úr sænsku, fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar, sem hlýtur nafnið " Leifur, Lilla, Brúður og Blómi." Hann leikur líka með í verkinu hlutverk Lilla  og fleiri hlutverk. Gerir einnig leikmynd. Verkið er sýnt um vorið og síðan farið með það í ferðalag út á land fram eftir sumri. Sviðssetur leikritið " Barn skal það vera " í Ólafsvík. Gerir leikmynd og lýsingu.

1973
Leikur hjá Þjóðleikhúsinu fram á vor.
Leikur hjá Þjóðleikhúsinu um haustið og fram til jóla en hættir þar.

1972
Sviðssetur fyrir leikfélag í Garðabæ  " Andrókles og Ljónið ".
Sviðssetur " Melkorku " í Ólafsvík.  Gerir einnig leiktjöld og lýsingu.
Um haustið leikur hann hjá Þjóðleikhúsinu og út leikárið.

1971
Er í Kaupmannahöfn og starfar þar með íslenskum listamönnum í leikhópi sem kallar sig Andróklesaleikhópinn. Þau setja upp eina farandleiksýningu “Andrókles og ljónið”, eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem Hörður leikur með í og syngur og leikur á hljóðfæri.
# Kemur oft fram í Þjóðlagaklúbbnum Vikivaki í Tónabæ.   

1970
Lýkur leiklistarnámi í mai.  
Teiknar og smíðar leiktjöld og velur búninga í útskriftarverkefnin ásamt að leika í þeim; Eitt pund borðið, Sælustaður sjúklinganna ( Rauði Trefill ) og Helreiðin ( Bartley).
Leikur í söngleiknum Fiðlaranum á þakinu fram eftir sumri.
Um sumarið er Hörður ráðinn sem tónlistarstjóri  hjá " Light nights " enskumælandi leikhúsi sem staðsett var í Glaumbæ. Hann stofnar tríóið " Þrír undir sama hatti " og er einn meðlima.  En tríó þetta kom einnig fram á ýmsum skemmtunum víða um landið það sumar.
Leikur hjá Þjóðleikhúsinu um haustið fram í desember.

1967 - 1970
Hefur nám við leiklistarskóla Þjóðleikhússins haustið 1967.
Leikur / dansar í eftirtöldum leiksýningum Þjóðleikhússins frá  1967 til 1973:
Þrettándakvöld. ( Hirðmaður. )  Íslandsklukkan. ( Hrossastrákur á þingvöllum.) Brosandi Land.  ( Dansari o.fl.) Síglaðir söngvarar. ( Glaður gestur,nautið Napóleon o.fl.) Fiðlarinn Þakinu. ( Fyedka.) Mörður Valgarðsson. ( Ýmis smá hlutverk ) Höfuðsmaðurinn frá Köpernik. ( Deltzeit + hermaður+dansari) Oþelló. ( Farmaður og hljóðfæraleikari )Túskildingsóperan. ( Betlari og lögreglumaður.) Glókollur. ( Prinsinn af Hóenhó ) Indjánar ( Jesse James og indjánadansari ) Kabarett ( Dansari ) Hafið bláa hafið ( Diegó.)
Vinnur einnig ýmis störf hjá Leikfélaginu Grímu í Tjarnarbíói á námsárunum.  

1966 og 1967
Stundar nám í leiklistarskóli Ævars R. Kvaran.

Dansnám hjá Hermanni Ragnars og Djasskóla Báru.