Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Hvað hefur komið fyrir þessa þjóð?

hordursjalfur's picture

Vér, gjósendur þessa lands, látum fjöllin um að sýna reiðina. Við nennum því ekki sjálf. Jafnvel þó búið sé að ræna okkur aleigunni. Okkur er skítsama þó nokkrar sálir verði dæmdar fyrir það að sýna mótþróa á Alþingi. Þeirra mál, segjum við og ypptum ðxlum. Hefur góðæri undanfarinna ára sundrað þessari þjóð svo gjörsamlega að öll samheldni er horfin og mennskan einskis virði, sjálfsvirðingin engin? 

Smá pæling.

hordursjalfur's picture

Skyldu nær 40% íslenskra kjósand ætla að halda áfram að kjósa Hrunflokkana eftir útkomu Rannsóknarskýrslunar?

Mér það augljóst mál að við, fólkið í landinu, verðum að grípa til aðgerða og koma á Stjórnlagaþingi án aðkomu stjórnmálaflokkana. Og það er ekki til neins að byrja á því núna í vor. Undirbúum okkur vel í sumar og hefjumst handa þegar haustar.

Hugsunarhátturinn"Þetta reddast" verður að víkja.   

 

 

Þetta flýgur um á netinu

hordursjalfur's picture
Á morgun, 10.04.´10 mun skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verða birt og í því tilefni flýgur þetta um á netinu.   
 
Athugið,vegna skýrslu rannsóknarnefndar
        
        Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er upphaf. Ekki endir.
        Margir vilja eyðileggja trúverðugleika skýrslunnar. Meintir      andstæðingar munu verða samstiga í því og beita  öllum brögðum.
•       Stjórnvöldum er í lófa lagið að ná til allra helstu gerenda í efnahagshruninu, annarra en stjórnmálamanna, með því að höfða gegn þeim skaðabótamál.

Æft af kappi...

hordursjalfur's picture

Þegar ég kom til Íslands 10.janúar frá Ítalíu tók ég mig til og fór í gegnum laga og textaskissur undanfarinna mánaða. Það sem kom mér á óvart var hvesu margar þær voru. Sérstaklega skissurnar sem tengdar voru mótmælunum á Austurvelli. Ég ákvað að fullvinna þær og hef lengið yfir þeim undanfarna mánuði og nú eru þær brátt að verða tilbúnar til hljóðritunar. Ég ætla að flytja ellefu nýja söngva úr þessu safni á tónleikunum mínum í Iðnó núna á fimmtudagskvöld. Mér finnst annar tónn í þeim en venjulega hjá mér. Mér finnast þessir textar afdráttarlausari.

Til hamingju Poul og Rosmary Ramses.

hordursjalfur's picture

Í morgun, 24 mars 2010, voru Poul og Rosmary Ramses boðuð á fund hjá Útlendingastofnun. Það var mikil spenna og óvissa um hvað fundurinn boðaði. Barátta þeirra hjóna fyrir aðsetri á Íslandi hefur tekið langan tíma.  

Það var því ómæld gleði og ánægja þegar þau fengu að vita á þessum fundi að þeim hafði verið veitt landvistarleyfi á Íslandi. Fyrstu þrjú árin verða þau að sækja um dvalarleyfi árlega en að þeim loknum fá þau lengra leyfi.

Írar þakka fyrir sig.

hordursjalfur's picture

Frá 11.okt.´08 hef ég verið í viðtölum við erlenda fjölmiðla, sjónvarp,tímarit, dagblöð og útvarp og jafnvel settur í kvikmyndir. Auðvitað voru þau nokkur á hverjum degi í byrjun en síðan hefur lengst á milli þeirra. Þetta fer að nálgast hundrað viðtöl. Sum útvarpsviðtölin hafa verið í beinni svo sem eins og í Danmörk, Svíþjóð og Írlandi. Erlendir fréttamenn sjá atburðina öðrum augum en innlendir og spyrja áhugaverðra spurninga. Íslenskir fréttamenn eru annað hvort staublindir af eigin hagsmunum eða hræðslu. Menn sjá ekki skýrt það sem næst þeim er.  

Tímarnir breytast

hordursjalfur's picture

Tímarnir breytast og hegðun fólks með. Notkunin á heimasíðunni minni hefur gjörbreyst á rúmu ári og á ég bæði við sjálfan mig og aðra. Aðsókn að síðunni hefur ekki minnkað en meðlimum snarfækkað. Áður fyrr var síðan opin hverjum sem vildi og fólk nýtti sér það vel og margir hverjir alltof vel þannig að ég varð að hefta aðgang að síðunni. Ég var orðinn leiður og þreyttur á ómálefnalegum athugasemdum og skærum dónaskap. Ég er ennþá með netfangalistann minn og sendi út tilkynningar um tónleika mína og útgáfu nýrrar plötu eða vek athygli á einhverju nýju varðandi heimasíðuna.

Undirbúningur...

hordursjalfur's picture

Undanfarna mánuði hef ég unnið að því að ljúka verkinu um Vitann. Þeir tveir þættir sem eftir eru; Vatnssaga og Vitinn eru langt komnir og ég er byrjaður að hljóðrita nokkra söngvanna.

Annars er ég líka að undirbúa tónleika sem verða sennilega seinnihlutann í febrúar. 

Nákvæmlega þá.

hordursjalfur's picture


Það er á þeim stundum sem allt er á móti manni, allt gengur á afturfótunum, engin trúir á mann, allir snúa við manni baki og framtíðin virðist engin sem maður fær tækifæri til

Gleðileg jól.

hordursjalfur's picture

Ég óska öllum gleðilegra jóla, nær og fjær. Eða eins og við segjum hér á Ítalíu: Buon Natale.

 

 

Syndicate content