1961-1970

 

1970

# Lýkur leiklistarnámi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. 
#Teiknar og smíðar leiktjöld og velur búninga í útskriftarverkefnin ásamt að leika í þeim;Eitt pund borðið, Sælustaður sjúklinganna ( Rauði Trefill ) og Helreiðin ( Bartley). 
# Leikur í söngleiknum Fiðlaranum á þakinu fram eftir sumri.
# Kemur oft fram í Þjóðlagaklúbbnum Vikivaki í Tónabæ. 
#Tekur upp sína fyrstu hljómplötu: Hörður Torfason syngur eigin lög. 
# Gerir þátt fyrir íslenska sjónvarpið þar sem hann flytur lög af væntanlegri breiðskífu sinni. 
# Vinnur um sumarið hjá " Light nights " leikhúsinu á ensku. Þar starfar hann sem flytjandi tónlistar og texta á íslensku og ensku í tríóinu " Þrír undir sama hatti ". En tríó þetta kom einnig fram á ýmsum skemmtunum víða um landið það sumar. 
# Starfar sem ljósmyndafyrirsæta. 
# Leikur hjá Þjóðleikhúsinu um haustið fram í desember.

1967 - 1968 - 1969

# Kemur oft fram í Þjóðlagaklúbbnum Vikivaki í Tónabæ. 
# Hefur nám við leiklistarskóla Þjóðleikhússins haustið 1967. 
# Leikur / dansar í eftirtöldum leiksýningum Þjóðleikhússins frá 1967 til 1973: 
Þrettándakvöld. ( Hirðmaður. ) Íslandsklukkan. ( Hrossastrákur á þingvöllum.) Brosandi Land. ( Dansari o.fl.) Síglaðir söngvarar. ( Glaður gestur,nautið Napóleon o.fl.) Fiðlarinn Þakinu. ( Fyedka.) Mörður Valgarðsson. ( Ýmis smá hlutverk ) Höfuðsmaðurinn frá Köpernik. ( Deltzeit + hermaður+dansari) Oþelló. ( Farmaður og hljóðfæraleikari )Túskildingsóperan. ( Betlari og lögreglumaður.) Glókollur. ( Prinsinn af Hóenhó ) Indjánar ( Jesse James og indjánadansari ) Kabarett ( Dansari ) Hafið bláa hafið ( Diegó.) 
# Vinnur einnig ýmis störf hjá Leikfélaginu Grímu í Tjarnarbíói á námsárunum. 
# Vinnur sem auglýsingateiknari fyrir ýmsa aðila á meðan á námi stóð.

1966 - 67

# Stundar nám í leiklistarskóli Ævars R. Kvaran. Vinnur við verslunarstörf hjá Silla og Valda.

1961 – 1967

# Vinnur sem verkamaður, einkabílstjóri,málaranemi, verslunarmaður, lyftaramaður, þjónn, háseti og á síldarplani. Er byrjaður á þessum árum að troða upp með söngva sína. Er í dansnámi hjá Dansskóla Hermanns Ragnars og Djassballettskóla Báru.

1961

# Gagnfræðapróf frá verslunarsviði Gagnfræðaskóla Austurbæjar.