Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Vegna láts Rasmussar Rasmussens

hordursjalfur's picture

 

Komiði sæl.

Þar sem nafn mitt blandast iðulega inni í umræðu um lát Rasmussar Rassumssen vil ég fá að segja nokkur orð. Uppgjöf Rasmussar skil ég vel. Þá uppgjöf og niðurlægingu sem fylgir því að verða gerður af utangarðsmanni fyrir það eitt að vera samkvæmur sjálfum sér er skelfileg lífreynsla. Rasmuss var mikilll hæfileikamaður og það er nístandi að skoða myndaband hans um eigin stöðu. Hyldýpi örvæntingarinnar þar sem hæifileikaríkur einstaklingur er sviptur öllu möguleikum til kærleiksríks lífs og honum ákveðið og hægt ýtt fram af bjargi fordóma og heimsku.  Höfnun er ein versta tilfinning sem menn upplifa. Og þegar við bætast árásir af öllum toga þá myndast djúp andleg sár sem hvorki sjást né gróa. Sjálfsmorðshugsanir verða daglegt brauð og að mati þolanda, í flestum tifellum, eina útgönguleiðin. Hatursmenn telja það líka sjálfsagt að drepa viðkomandi og það þykir ekkert tiltökumál að ganga í skokk á þeim og reyna að drepa þá. Ótal dæmi eigum við íslendingar um slíkt. Fyrir eign árvekni lifði ég af slíka morðárás en verst var að verða gerður að persona non grata í áratugi og þurfa að flýja landið. Ég var þjóðþekktur listamaður þegar ég reis upp og fall mitt var hátt. Og fordómar gegn einstaklingum erfast. Ég bendi á þá staðreynd, sem dæmi, að síðan sumarið 1975 hef ég aldrei fengið faglegt atvinnutilboð hér á landi. Ég óð í þeim fram að því að ég gekk fram fyrir skjöldu. (Ég er menntaður leikhúsmaður.) Um þetta allt var skrifuð saga í bók sem heitir Tabú og var skráð af Ævari Erni Jósepssyni. Allir mínir söngvar, sem skipta hundruðum, byggja á lífsreynslu minni og í gegnum þá lánaðist mér að ná sambandi við fólkið í landinu og það var sú aðferð sem bjargaði mér og vakti tugi þúsunda til vitundar um stöðu mála. Hlustið t.d. á söng minn Brúin. Hún fjallar um þá sekúndu sem maður snýr við og velur lífið og baráttuna frekar en uppgjöfina og dauðann. Engin maður fer inn í slíkt andartak sársaukalaust og þeir sem verða fyrir sinnaskiptum á því andartaki verða fyrir hugljómun sem verður aldrei af þeim tekin; að lífið er sterkara en dauðinn og aðeins í gegnum samvinnu tekst okkur að sigra eigin ótta. Eftir það hef ég unnið, ítrekað, markvisst og ákveðinn í að fá annað fólk til samstarfs og taka á málum með rökum, þekkingu og festu. Lífið er fyrirhöfn.   

Saga Rassmussar speglar sögu mína og hann speglar sögu þína sem þetta lest.  Rasmusssi lánaðist ekki að vinna sig í gegnum þennan múr fláræðis, þekkingarleysis og hræsni. Slíkir múrar verða aðeins unnir með tíð og tíma og alls ekki með offorsi, ásökunum og öskrum. Okkar skylda er að rétta vinum okkar Færeyingum hjálparhönd og bjóða þeim þekkingu okkar og deila reynslu okkar með þeim. Ég sendi öllum Færeyingum samúð mína og einlæga ósk um að þeir taki á sínum málum af heilindum.