1981-1990

1990
            #
 Ég vann sem heimilisaðstoð í Kaupmannahöfn. 
Lauk við plötuna Lavmælt og gaf hana út um haustið í Danmörk. Algjört flopp.
# Leikstýrði barnaleikritinu " Draugaglettur " á Kirkjubæjarklaustri. Gerði leiktjöld og lýsingu.
# Leikstýrði barnaleikritið " Draugaglettur " á Patreksfirði. Gerði leiktjöld og lýsingu.
Íslenska sjónvarpið gerir þátt um tónlist og texta mína þar sem Megas er kynnir.
# Ég hélt hausttónleika í Norræna Húsinu Reykjavík
# Tónleikaferð um ísland.  

# Keypti útgáfuuréttindin að tveimur fyrstu plötunum mínum af SG hljómplötum.

1989

Leikstýrði " Ástin sigrar" á Skagaströnd. Gerði leiktjöld og lýsingu.

Leikstýrði " Svartfugl " eftir Gunnar Gunnarsson fyrir leikfélag Blönduóss. Gerði leiktjöld og lýsingu.

# Hóf að hljóðrita plötuna " Lavmælt " í Kaupmannahöfn með lögum mínum og textum á dönsku.

# Vann sem heimilisaðstoð í Kaupmannahöfn.

# Hélt hausttónleika í Norræna Húsinu í Reykjavík.

Gerði nokkra útvarpsþætti fyrir Rúv 1 um upphaf trúbadúranna.

# Tónleikaferð um landið

1988

# Leikstýrði leikritinu " Sveitapiltsins draumur " á Ísafirði. Gerði  leikmynd og lýsingu. 

# Vann að kvikmyndahandriti um alnæmi ásamt Þorbirni Erlingssyni og vann ötullega að málefni alnæmissmitaðra á Íslandi í samvinnu við Landlæknisembættið.

# Tók þátt í stofnun Alnæmissamtakanna og stóð að tónleikum málefninu til styrktar, í Háskólabíói 1 desember.

# Landlæknisembættið kostaði ferð mína til Kaupmannahafnar um sumarið ásamt Þorbirni Erlingssyni og við filmuðum viðtal við Sævar Guðnason sem var langt leiddur af alnæmi. 

# Hélt tónleika og lét hljóðrita og gaf út sem plötuna Rauði þráðurinn.

# Leikstýrði " Óvinurinn " í Reykjavík  gerir leikmynd og tónlist. Gerla hannaði búning. Lárus Björnsson annast lýsingu. Þröstur Guðbjartsson lék eina hlutverkið. 

# Ég hélt hausttónleika í  Norræna Húsinu í Reykjavík.

# Tónleikaferð um landið

1987

Ég lauk við hljómplötuna  Hugflæði og gaf hana út um haustið.

# Lék í forvarnarmynd um alnæmi fyrir Forbundet´48.

# Starfaði að útvarpsþáttagerð fyrir Radió Rosa í Kaupmannahöfn. 

# Leikstýrði " Línu Langsokk " fyrir leikfélag Sauðárkróks. Gerði leikmynd og lýsingu.

# Hélt hausttónleika í Reykjavík.
# Tónleikaferð um Ísland.

1986

# Hljóðritaði og vann að plötunni " Hugflæði" í Kaupmannahöfn.

# Hélt hausttónleika í Reykjavík.

# Tónleikaferð um Ísland, batnandi aðsókn. 

1985

# Leikstýrði " Fjöldskyldan " eftir Claes Andersson fyrir leikfélag Siglufjarðar.Gerði leikmynd og lýsingu.

# Hélt hausttónleika mína í Austurbæjarbíói í Reykjavík fyrir troðfullu húsi.

# Leikstýri " Saklausi Svallarinn" fyrir leikfélag Suðureyrar. Gerði líka leikmynd og lýsingu.

# Tónleikaferð um Ísland.

1984

# Ég hætti rekstrinum í Jónshúsi um vorið.

# Ég lauk við plötuna Tabu um sumarið og gaf hana út um haustið á Íslandi. Plötunni illa tekið.

# Ég hélt hausttónleika mína í gamla Samkomuhúsinu í Ólafsvík.

# Tónleikaferð um Ísland.

1983

# Ég tók að mér að reka veitingasöluna í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. 

Hélt sýningu í mánuð á vatnslitamyndum mínum í Jónshúsi.

# Hóf að hljóðrita hljómplötuna " Tabu " 

# Ég þýddi á íslensku, úr dönsku, ýmsar sögur með söngvum úr bibilíunni fyrir börn og hljóðritar í Kaupmannahöfn.

# Ég hélt hausttónleika Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

1982

# Ég samdi og sviðssetti leikritið " Taktu hatt þinn og staf / Óvinurinn" í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og fer með sýninguna meðal íslendinga í skandinavíu. Þetta gerði ég á eigin kostnað. Halldór Lárus Randversson lék eina hlutverkið. Ég gerði búning og hannaði lýsingu og samdi hljóð.

Samdi söngleikinn „Albert Kristófer" og flutti hann, á íslendingaskemmtun 17 júni, ásamt Móða (Þormóður Karlsson) sem lék á Syntesizer. 

# Ég hélt hausttónleika í Jónshúsi þar sem ég flutt eigin lög við ljóð Halldórs Laxness.

1981

Ég samdi og sviðssetti leikritið " Nálargöt " í Ólafsvík. Gerði líka leikmynd, búninga og tónlist.

# Hélt tónleika hér og þar um landið með litlum árangri.

# Hélt hausttónleika í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

# Starfa í ísverksmiðunni Premier í Kaupmannahöfn.