Á menningarnótt 2010

Sólbakaður með sápuþvegið gljáandi andlit sat ég undir vegg Hegningarhússins og fann fyrir skuggum glæpa samtímans. Fínlegir og viðkvæmir strengir gítarsins héldu réttum tónum í hálftíma. Það var ljúft og gott að syngja og spila fyrir brosmilt og fallegt fólk og klukkan tilkynnti komu miðnættis, fljótlega. Kuldi er oft eins og draumur sem engan dreymdi.