Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Ekki við heimili fólks

hordursjalfur's picture

Hér glymur síminn og í honum er rödd manns sem vill að ég komi og mótmæli fyrir utan heimil Þorgerðar Katrínar. Svo sannarleg styð ég það að Þorgerður Katrín og fleiri ráðamenn segi umsvifalaust af sér og axli ábyrgð. Við, íslenska þjóðin, höfum verið blekkt illilega og svikin og framin á okkur mannréttindabrot. En það gefur okkur ekki rétt á að brjóta á öðru fólki.

Mannréttindi eru algild og verða að vera í heiðri höfð, alltaf og allsstaðar. Það er ekki ásættanlegt að þeim sé beitt af hentisemi. Heimili manna eru friðhelg. Annað gildir um opiberar stofnanir. Fólk ætti að hugsa sig um áður en það veður stjórnlaust áfram í reiði sinni og hneykslan.

Sjálfur hef ég margoft orðið fyrir árásum á heimili mitt í gegnum árin og kostnaður vegna skemmda hefur skipt hundruðum þúsunda. Það hefur oft komið sér illa þegar lítið er í buddunni og að ég tali ekki um það tilfinningalega óöryggi og vanlíðan sem fylgir. Þetta hefur vanalega fylgt í kjölfar einhverra orða minna í viðtali. Ég tala því að vondri reynslu.

Sem listamaður hef ég álitið það skyldu mína að berjast fyrir rétti mínum gegn ríkjandi órétti. Breytingar til hins betra eiga sér ekki stað nema haft sé fyrir að leiðrétta gallana. Og það gerist ekki átakalasut.

Éf hef alla tíð staði einn og óstuddur í minni baráttu og ekki selt mig né verk mín til annarra.  

Að þora að opna munninn og tala um mannréttindi verður aldrei vinsælt því fólk virðist almennt miskilja mannréttindi.