Hörður Torfa

Heimasíða Harðar Torfasonar

Caracas

hordursjalfur's picture

Þá er ég að fara aftur til Caracas í Venezuela í boði sjónvarpsstöðvarinnar Telesur. Í þetta sinn tek ég þátt í ráðstefnu sem ætlar að fjalla um mótmælin gegn hrunvöldum heimsins og síðan verður fjallað um viðbrögð og umfjöllun fjölmiðla um mótmælin. 
Sjálft íslenska efnahagshrunið hefur vakið minni athygli en Búsáhaldabyltingin og árangur hennar og það eitt finnst mér athyglisvert. En sú staðreynd að við íslendingar brugðumst strax við hruninu og náðum frábærum árangri hefur fengið fólk víða um heim til að leita til mín og útskýra starfsaðferðir mínar og jafnvel er svo komið að ég fari að halda námskeið í mótmælatækni. Fyrir það fólk sem ekki skilur hvað ég er að tala um getur lesið bókina Tabú sem kom út árið 2008 og er viðtalsbók skrifuð af rithöfindinum Ævari Erni Jósepssyni.

Þessar fyrirlestrar og kennslu ferðir mínar hafa staðið yfir í tæpt ár og það sér tæplega fyrir endann á þeim boðum sem mér berast.

En er að koma að því að ég þarf að endurmeta stöðu mína.

7. apríl 2012